Um Karlar og umönnun (MiC)

Um hvað snýst rannsóknarverkefnið Karlar og umönnun?

Karlar sinna umönnun í auknum mæli og í stað þess að sinna eingöngu fyrirvinnuhlutverki. Þrátt fyrir þessa þróun mæta evrópskir karlar enn hindrunum þegar kemur að því að sinna umönnun. Úr þessum hindrunum þarf að draga. Karlar og umönnun er evrópskt rannsóknarverkefni til þriggja ára (frá mars 2019 til febrúar 2022). Að verkefninu standa tólf aðilar frá mismunandi löndum (háskólar, aðilar vinnumarkaðarins og félög þriðja geirans). Verkefnið er fjármagnað að hluta af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir formerkjum EaSI verkefnisins. Markmið verkefnisins er að bæta aðstæður á vinnustöðum til að stuðla að aukinni þátttöku karla í umönnun í sjö löndum (Austurríki, Íslandi, Noregi, Póllandi, Slóveníu, Spáni og Þýskalandi). Í verkefninu verður lagt mat á hvernig breyta þarf stefnu atvinnurekenda og vinnustaðamenningu til að styðja þátttöku karla í umönnun barna, eldri borgara, maka, samstarfsfólks og vina.

Verkefnið mun leggja áherslu á að fá launafólk, stéttarfélög, atvinnurekendur og fjölskyldur til að greina bestu leiðirnar til að auka verulega jafnvægi á milli vinnu og einkalífs fyrir launafólk enda vilja bæði karlar og konur hafa tíma og sveigjanleika til að sinna sjálfum sér og öðrum.

Af hverju skiptir verkefnið Karlar og umönnun máli?

Að auðvelda körlum að sinna umönnun getur haft jákvæð áhrif á þá sjálfa, á fólk í nærumhverfi þeirra, á stofnanir og fyrirtæki og samfélagið í heild sinni. Launafólk sem býr við gott jafnvægi á milli vinnu og einkalífs er ánægðara með lífið, nýtur betra fjölskyldulífs,er tryggara vinnustað sínum og er

líklegra til að þróa með sér nýja hæfni. Karlar og umönnun mun kortleggja leiðir til að draga úr kynjamun hvað varðar vinnu og einkalíf,konum og körlum til hagsbóta.

Framkvæmd*

Aðilar verkefnisins munu gera tillögur um hvernig sé best að stuðla að þátttöku karla í umönnun í þeirra löndum með því að:

  • Gera grunnmat á kynjamun í samspili vinnu og einkalífs og birta í skýrslum fyrir hvert land fyrir sig.
  • Funda með fyrirtækjum, stjórnsýslustofnunum og félögum þriðja geirans sem hafa áhuga á að auðvelda körlum að sinna umönnun.
  • Greina stefnur vinnustaða og rannsaka reynslu starfsfólks á vinnustöðum sem styðja við þátttöku karla í umönnun.
  • Gera handbók fyrir fyrirtæki um hvernig stuðla megi að betra jafnvægi vinnu og einkalífs fyrir karla.
  • Halda fyrirlestra á vinnustöðum.
  • Skipuleggja þjálfun fyrir stjórnendur, launamenn og fulltrúa launafólks.
  • Skipuleggja viðburði til að miðla upplýsingum.
  • Skipulögð herferð til að vekja athygli á Karlar og umönnun í Evrópu.

*Ísland tekur eingöngu þátt í hluta verkefnisins, því sem snýr að grunnmati á kynjamun í samspili vinnu og einkalífs en mun taka þátt í öðrum þáttum verkefnisins eins og aðstæður leyfa.

Afurðir

Afurðir verkefnisins verða eftirfarandi:

  • Innleiðing nýrra nálgana á völdum vinnustöðum til að styðja við umönnunarhlutverk karla, sem nýtast sem leiðardæmi fyrir aðra vinnustaði.
  • Miðlun upplýsinga á milli landa og á milli fyrirtækja um áhrifaríkustu aðferðirnar til að bæta jafnvægi vinnu og einkalífs.
  • Komið verður á fót sjálfbærum tengslanetum haghafa sem vinna að aukinni þátttöku karla í umönnun, bæði innan landa og þverþjóðlega innan Evrópu.
  • Aukinn sýnileiki þeirrar umönnunar sem karlar sinna.
  • Bættar aðstæður á vinnustað til hagsbóta fyrir bæði launafólk og

atvinurekendur (minni fjarvera, aukin framleiðni og starfsánægja).

Niðurstöður verkefnisins má nálgast hér á ensku og þjóðtungum aðila verkefnisins.

Lönd sem taka þátt í verkefninu

Last changed: 04.09.2019