Um hvað snýst rannsóknarverkefnið Karlar og umönnun?

Karlar sinna umönnun í auknum mæli og í stað þess að sinna eingöngu fyrirvinnuhlutverki. Þrátt fyrir þessa þróun mæta evrópskir karlar enn hindrunum þegar kemur að því að sinna umönnun. Úr þessum hindrunum þarf að draga. Karlar og umönnun er evrópskt rannsóknarverkefni til þriggja ára (frá mars 2019 til febrúar 2022). Að verkefninu standa tólf aðilar frá mismunandi löndum (háskólar, aðilar vinnumarkaðarins og félög þriðja geirans). Verkefnið er fjármagnað að hluta af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undir formerkjum EaSI verkefnisins. Markmið verkefnisins er að bæta aðstæður á vinnustöðum til að stuðla að aukinni þátttöku karla í umönnun í sjö löndum (Austurríki, Íslandi, Noregi, Póllandi, Slóveníu, Spáni og Þýskalandi). Í verkefninu verður lagt mat á hvernig breyta þarf stefnu atvinnurekenda og vinnustaðamenningu til að styðja þátttöku karla í umönnun barna, eldri borgara, maka, samstarfsfólks og vina.

Verkefnið mun leggja áherslu á að fá launafólk, stéttarfélög, atvinnurekendur og fjölskyldur til að greina bestu leiðirnar til að auka verulega jafnvægi á milli vinnu og einkalífs fyrir launafólk enda vilja bæði karlar og konur hafa tíma og sveigjanleika til að sinna sjálfum sér og öðrum. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

MiC News & Blog

MiC in Spanish Public Radio: Por tres razones (RTVE)

We talked to Teresa Jurado, coordinator of the international project Men in Care and sociology professor at UNED, the National Distance Education…

Objective: co-responsible men (ES)

UNED, the Spanish National Distance Education University, coordinates the international Men in Care project which will design and implement actions…

MiC starts walking… (F1M, ES)

This Wednesday, a first working meeting was held at the headquarters of the Fundación 1º de Mayo within the framework of the European project "Men in…

Last changed: 17.01.2022